Ég á Facebook | Hafa samband | Veftré | Mín eldri síða
 
Er raunhæft að lífga húsið við?



Hentugt sem farfuglaheimili?

Með aðgang að:

* WC – Salerni
* Bað og sturta
* Eldunaraðstaða
* Þvottaaðstaða
* Þurkaðstaða
* WI-FI

Á síðastliðnum 15 árum hefur verið reynt að reka í húsinu t.d. sem safn, gistihús o.s.frv. en ekki tekist sem skyldi og þar sem eru gerðar ríkari kröfur um slíka starfsemi í dag og lítil von á um að hefja slíkan rekstur í aftur.  

En nú á s.l. 5 árum hef ég fylgst með hvernig gömlu Brú okkar og hvaða hlutverki hún hefur gegnt á þessu tímabili og hvernig henni hefur reitt af, - eftir að slökkt var á hita og rafmagni 2014, þar sem vatnsstokkurinn í rafaflsstöðina sprakk fyrir ofan brún. 

Erum í góðu samstarfi við starfsmenn eigandans, bensínfyrirtækisins N1, er upplýsti mig um að þeir væru reiðubúnir að selja húsið, ef um semst.

Á þessu ári hef ég verið í sambandi við nokkra húsasmíðameistara, verktaka, smiði, málara, o.s.frv., sem eru tilbúnir að leggja málefninu lið, ef úr verður.  Fór ég norður í sumar og skoðaði húsið aftur ásamt byggingaverktakanum Steingrími Steingrímssyni, hjá Hamraborg h.f..  

Eftir þá skoðun og miklar vangaveltur um ástand hússins er áætlað að það kosti u.þ.b. 10 milljónir að "koma því í gang".

Með stofnun hlutafélags 200 manna gæti hlutur hvers og eins t.d. verið kr.100.000,- með gistirétti í húsinu,

Er vilji hjá unnendum gamla símstöðvarhússins í Brú í Hrútafirði að lífga það við fyrir þá fjárhæð?

Nýlegar myndir  > Smella hér!

Þórir Steingrímsson | thorir@thorir.is