Ég á Facebook | Hafa samband | Veftré | Mín eldri síða
 
Starfsferill

Fæddist 24. ágúst 1946 kl.09:20 að Flókagötu 37 Rvík. Bjó svo í vesturbænum, Birkimel frá 1951 og ólst þar upp og gekk barnaskóla, fyrst í Melaskóla 7 ára gamall, en fluttist svo norður í Hrútafjörð 1953 og gekk í barnaskólann á Borðeyri [heimavist] til 13 ára aldurs. 

Foreldrar og systkini?    

Faðir minn hét Steingrímur Pálsson, f. 29.05.1918 - d.10.03.1981 og móðir mín hét Lára Helgadóttir f. 03.01.1924 - d. 17.08.1979.  Faðir minn hóf störf hjá Landssíma Íslands sem sendisveinn og varð yfirmaður skeytasendinga þar 1933. Símritari 1941- 1952 og síðan umdæmisstjóri Pósts og síma að Brú í Hrútafirði til 1974. Varaþingmaður Alþýðubandlagsins á Vestfjörðum 1964, 1965 og 1967 en síðan landskjörinn alþingismaður 1967-1971.  Móðir mín hóf störf hjá Landssíma Íslands sem símritari á Ísafirði 1941 og lauk síðan loftskeytaprófi 1948. Varð svo yfirsímritari 1953 að Brú í Hrútafirði.  Þar var hún til 1974, en þá fluttist hún til Reykjavíkur og lét af störfum þar vegna veikinda 1977.  Ég á mér einn bróður, sem er þrem árum eldri, en síðan fengum við hálfsystur 1954.  

Uppvöxtur í stuttu málið – skólar o.s. frv.?

Eftir að ég lauk “fullorðinsprófi”, eins og það var kallað, frá barnaskólanum hóf ég gagnfræðinám við gagnfræðiskólann að Reykjum í Hrútafirði [líka í heimavist].  Fékk trommusett í fermingargjöf, sem varð til þess að ég og bróðir minn stofnuðum hljómsveit við þriðja mann, sem var kölluð “Brúartríóið”, er spilaði í sveitaböllunum í nágrannahéruðunum, við miklar vinsældir, þá 14 ára gamall.   Eftir það spilaði ég í fleirum hljómsveitum. Á uppvaxtarárunum komst maður í kynni við leiklistina, þar sem móðir mín hafði mikinn áhuga á henni.  Nokkur leikrit voru sett upp á þessu tímabili og Erlingur Gíslason, leikari, leikstýrði þarna fyrir norðan og það má segja að þar hafi ég fengið bakteríuna.  Þaðan lauk ég prófi 1963 og fluttist þá aftur til Reykjavíkur 1963 og var síðan í Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan námi í "hagnýtum verslunar- og skrifstofugreinum" 1964.  Stundaði sjóinn á þessu tímabili, var m.a. eitt sumar háseti um borð í Hrefnu II, Hólmavík, er gerði út á loðnu með hringnót.  Sumarið 1965 fór ég austur í síld á Reyðarfjörð, þar á “Bergs-planinu” og spilaði einnig með hljómsveitinni “Ómar”, sem var afar vinsæl þarna eystra.  M.a. spilaði ég á trommur með “Hljómum” frá Keflavík, í forföllum Péturs Östlund, þegar þeir komu austur.  Eftir það gerðist ég háseti um borð á síldveiðiskipinu Álftafellinu SU, frá Stöðvarfirði, sem gerði út á Norðsjávarsíldina.  Úthaldið var 3 mánuðir. 1972 gerðist ég 1. stýrimaður á togaranum Lundinn VE [á undanþágu] eina vertíð.  Var gert út þorsk út frá Breiðdalsvík.  

Nám og afrek?

Fór í leiklistaskóla Leikfélags Reykjavíkur, stundaði þar nám til 1967, fór síðan upp í Þjóðleikhús og lauk þaðan námi í leiklist frá Leiklistaskóla Þjóðleikhússins 1969.  Starfaði þar sem leikari á samningi til 1973, en á því tímabili var ég sumarafleysingamaður í vegaeftirliti lögreglunnar í Reykjavík frá 1968-1970.  Var við leiklistina á Reykjavíkursvæðinu, við leikstjórn og kennslu, m.a. við Námsflokka Reykjavíkurborgar.  Réð mig sem leikstjóra og leikara við Leikfélag Akureyrar 1976, en var á því tímabili sumarafleysingamaður lögreglunni í Bolungarvík og Dalasýslu 1974-1979.  Á Akureyri stofnaði ég “Júdódeild Þórs” og “Leikklúbbinn Sögu”, sem enn lifa góðu lífi í dag.  Flutti í Garðabæinn 1979 og stofnaði ég þar “Garðaleikhúsið” og var framkvæmdastjóri þess til 1994.  Setti það upp nokkrar sýningar, m.a. framleiddi fyrsta leikna myndbandaefnið sem sett var á markað hérlendis.  Á því tímabili var ég í forsvari fyrir Revíuleikhúsið, sem setti einnig upp nokkrar leiksýningar. Upp úr 1980 réð ég mig hjá RLR.  Var skipaður rannsóknarlögreglumaður eftir lögregluskólann 1984 og starfað sem rannsóknarlögreglumaður við það embætti, þar til það var lagt niður 1997. Árið 1990 flutti ég í Kópavogi og gerðist stofnandi og formaður í einu stærsta húsfélagi landsins, Hamraborgarráðinu.  Eftir það hefur starfað sem rannsóknarlögreglumaður við rannsóknardeildlögregluna í Kópavogi.  Þetta er svona í stuttu máli.

Störf og kannski ein skemmtisaga úr starfinu?

Mitt starf hjá RLR í boðunardeild var m.a. að boða, sækja eða handtaka fólk og eftir því sem efni og ástæður gáfu tilefni til, og aðstoða aðrar deildir við rannsóknir mála.  Eitt skipti var ég að leysa símastúlkuna af og síminn hringdi og það var Hallvarður Einvarðsson, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins sem talaði.  “Nú ert það þú Þórir”?  Ég jánkaði því.  “Það er gott, ég ætla biðja þig að ná í Hjalta Zophíaníasson niður í dómsmálaráðuneyti fyrir mig, mér liggur svolítið á að tala við hann.”   Í því kom stúlkan á síman svo mér var ekki til setunnar boðið, dreif mig út í bíl   Mér datt ekki í hug að Hallvarður meinti að ég ætti að hringja í Hjalta og gefa honum samband við hann, því ég vissi að hann hafði alla burði í að hringja í hann sjálfur, svo ég dreif mig af stað.  Ég ók niður í ráðuneyti, þar upp í afgreiðsluna og spurði um Hjalta.  Hann var sagður á fundi, en ég sagði að þetta væri áriðandi.  Stúlkan fór inn á ganginn og stuttu seinna kom Hjalti fram og var stóreygður mjög.  Ég sagði honum erindið, að rannsóknarlögreglustóri ríkisins hefði beðið mig um að sækja hann og bíllinn væri fyrir utan!  Hjalti vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og spurði hvort hann mætti í hringja í Hallvarð, ég gæti verið viðstaddur?  Ég samþykkti það og það léttist á Hjalta brúnin, þegar hann ræddi við Hallvarð.  Brosandi rétti hann mér símann.  “Já” sagði Hallvarður “ég þakka þér snögg viðbrögð, en það sem ég átti við var að ná símsambandi við Hjalta.”  Við Hjalti kvöddumst brosandi með handabandi og hentum gaman að

Sýningar 

Námskeið og lærdómur:

1968 Maí  - Vegaeftirlit:       Hóf störf í lögreglu hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík sem sumarafleysingamaður í vegaeftirliti eftir að hafa lokið undirbúningsnámskeiði í lögreglufræðum þar um.  

1969 Júní  - Vegaeftirlit:     Hóf aftur störf í lögreglu hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík sem sumarafleysingamaður í vegaeftirliti, eftir að hafa lokið undirbúningsnámskeiði í lögreglufræðum þar um.

1970 Júní  - Vegaeftirlit:     Hóf aftur störf í lögreglu hjá lögreglustjóraembættinu í  Reykjavík sem sumarafleysingamaður í vegaeftirliti, eftir að hafa lokið undirbúningsnámskeiði í lögreglufræðum þar um.  

1973 – Bolungarvík:             Leysti af sem varðstjóri í lögreglunni hjá lögreglustjóranum í Bolungarvík sem sumarafleysingamaður.  

1974 – Bolungarvík:             Leysti af sem varðstjóri í lögreglunni hjá bæjarfógetaembættinu í Bolungarvík sem sumarafleysingamaður.  

1976 – Bolungarvík:             Leysti af sem varðstjóri í lögreglunni hjá bæjarfógetaembættinu í Bolungarvík sem sumarafleysingamaður.  

1979 – Bolungarvík:             Leysti af sem varðstjóri í lögreglunni hjá lögreglustjóranum í Dalasýslu sem sumarafleysingamaður. 

1980 – RLR:              Leysti af sem rannsóknarlögreglumaður í sumarafleysingum hjá rannsóknarlögreglustjóra ríkisins.

1981 – RLR:              Hóf störf sem rannsóknarlögreglumaður í sumarafleysingum frá 1. apríl, en síðan lausráðinn í framhaldi af því.

1984 – RLR:              Var skipaður 1. ágúst sem rannsóknarlögreglumaður.

1988 – RLR:              Settur lögreglufulltrúi í Boðunardeild um sumarið í veikindaforföllum.

1989 – RLR:              Sem rannsóknarlögreglumaður í afleysingum í ýmsum deildum, þá sérstaklega í II. Deild, fjársvikum.

1990 – RLR:              Sem rannsóknarlögreglumaður í kærumóttöku, undir fyrirmælum rannsóknarlögreglustjóra, sem og yfirlögregluþjóns og deildarstjóra embættisins.

1980-1997 – RLR:     Aðstoðað önnur embætti sem rannsóknarlögreglmaður er varðar úthátíðir o.s.frv.

1997 - Kópavogur:    Við niðurlagningu RLR skipaður sem rannsóknarlögreglumaður í lögregluríkisins, með starfsaðstöðu hjá lögreglustjóranum í Kópavogi.

 

 

1958 - Brú Hrútafirði:          Var í sveit á Þambárvöllum, Bitrufirði tvö sumur og í uppvexti vann við búskap í Brú í Hrútafirði.  Þá vann ég einnig við sveitastörf í nágrannasveitum, þar á meðal smalamennsku, í sláturhúsinu á Borðeyri o.s.frv.

1960 - Brú Hrútafirði:          Vann við verslunarstörf í Verslunni Brú, á vegum Kaupfélags Hrútfirðinga.

1961 - Brú Hrútafirði:          Vann í vegavinnuflokki Elís Jónssonar hjá Vegagerð ríkisins, í nokkur sumur.

1963 - Brú Hrútafirði:          Var til sjós eina sumarvertíð á hringnót á Hrefnu II, frá Hólmavík, í eigu Einars Hansen. 

1964 - Reykjavík:      Vann við ýmis verslunarstörf hjá vöruafgreiðslu SÍS, svo einnig í herrafataversluninni Andersen & Lauth, Vesturgötu, Reykjavík.

1965 - Reyðarfjörður:           Vann á síldarplaninu Berg, Reyðarfirði.

1967 - Stöðvarfjörður:          Var háseti á síldveiðiskipinu Álftafellið SU í 3 máuði, er gerði út á Norðursjávarsíld, við Hjaltlandseyjar og Danmörku.

1972 – Breiðdalsvík:  Var sem 1. stýrimaður á skuttogaranum Lundinn VE sept/okt. 

1965 – 1967 Leikfélag Reykjavíkur:           Stundaði nám og vann við leiklist hjá LR í tvö ár.

1967 – 1969 Þjóðleikhúsið:   Stundaði nám og vann við leiklist hjá Þjóðleihúsinu og útskrifaðist þaðan 16. maí 1969.

1972 – 1974 Þjóðleikhúsið:   Á B-samningi í nokkur ár.

1976 – 1979 Leikfélag Akureyrar:  Samningsbundinn þar sem leikstjóri og leikari.

1981 -  1994 Garðaleikhúsið:            Stofnandi og framkvæmdastjóri Garðaleikhússins í nokkur ár. 

1984 -  1999 Revíuleikhúsið:             Stofnandi og framkvæmdastjóri Revíuleikhússins í nokkur ár.

1993 – Hamraborgarráðið    Stofnandi og formaður Hamraborgarráðsins.

1994 -  Veiðivarsla í V-Húnavatssýslu 

 

Menntun:

1955 – 1959    Tók barnaskólapróf frá heimavistarbarnaskólanum á  Borðeyri.

1960 – 1963    Lauk gagnfræðiprófi frá Reykjaskóla í Hrútafirði.

1964  - 1965:  Lauk námi í Hagnýtum verzlunar- og skrifstofugreinum frá Verzlunarskóla Íslands.

1965 – 1967    Nam leiklist hjá Leikfélagi Reykjavíkur.

1967 – 1969    Stundaði nám í leiklist hjá Þjóðleihúsinu og útskrifaðist þaðan 16. maí 196

1984 – Lauk námi 11. maí við Lögregluskóla Íslands 

Námskeið:

1974    Meirapróf í b-c-d-e réttindum í bifreiðaakstri 29. janúar

1984    Lauk tölvunámskeiði 15. mars í BASIC hjá Tölvufræðslunni sf. 

1986    Lauk tölvunámskeiði 16. febrúar í IBM - PC hjá Tölvufræðslunni sf. 

1987    Lauk tölvunámskeiði 15. desember frá Endurmenntunardeild Hákóla Íslands í tölvufræðum fyrir háskólamenn í samvinnu við reiknistofu Háskóla Íslands, m.a. í ritstoð, multiplan, chart, dBase III+, MS-Dos og í tölvupósti [upphaf Internetsins].

1989    Lauk námskeiði 30. maí í meðhöndlun og  notkun skotvopna á vegum lögreglunnar í  Fall River, Masachusetts.

1992    Námskeiði 19. mars í notkun á “Glock” skotvopns og “Mace” gass frá LSR 

1995    Símenntunarnásmskeiði fyrir lögreglumenn 10. febrúar

1996    Tímastjórnunarnámskeiði  hjá RLR á vegum stjórnunarfélags Íslands   

1998    Námskeiði 19. mars frá LSR er varðar “Fræðsludag um fíkniefni” (FUF).

1999    Námskeiði RLM 30. apríl fyrir rannsóknarlögreglumenn hjá LSR.

2000    Námskeiði 18. janúar um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum hjá Vinnueftirliti ríkisins, sem kosinn öryggistrúnaðarmaður starfsmanna Sýslumannsembættisins í Kópavogi.

2000    Sérnámskeiði 10. mars um rannsóknir alvarlegra fjármunabrota, RAF, frá LSR. 

2000    Endumenntunarnámskeið í 10. mars fíkniefnarannsóknum á vegum LSR ?

2000    Grunnnámskeiði 21. mars um Schengen

2001    Námskeiði 23. janúar um rannsóknir tölvubrota í samvinnu við efnahagsbrotadeild RLS 

2001    Námskeiði 29. janúar í þekkingarstigi 2b frá LSR

2002    Grunnnámskeið 4. mars frá LSR sem lífvörður 

2004    Námskeið 30. apríl SÍM 3 á vegum LSR 

 

Trúnaðarmannanámskeiðin.

Fyrirlesturinn VER

Leikklúbburinn Saga

Námsstefnur FÍR:

1990 - 31. Mars - Hótel Stykkishólmur:  Vátryggingasvik, upphaf rannsókna o.fl. 

1991 - 11. og 12. Maí - Hótel Örk, Hveragerði  Skjalarannsóknir og brunarannsóknir 

1992 - 24. Apríl - New Scotland Yard, London:  Heimsókn í aðalstöðvar Metropolitan Police í London 

1993 - 17. Apríl - Rúgbrauðsgerðin, Reykjavík: Réttindi sakborninga, ósannar játningar 

1994 - 30. Apríl - Hótel Örk, Hveragerði:  Óhefðbundnar rannsóknaraðferðir og greiðslukortasvik 

1995 - 6. Maí - Rúgbrauðsgerðin, Reykjavík  Brotaþolar, dagskrá skipul. í samráði við Neyðarmótt. Bsp. 

1996 - 27. Apríl - Hótel KEA, Akureyri:  Rannsóknir ofbeldismála 

1997 - 3. Maí - Hótel Saga, Reykjavík:  Breytingar á skipulagi löggæslu v/ nýrra lögreglulaga 

1998 - 25. Apríl - Hótel Örk, Hveragerði Rannsóknir tölvubrota 

1999 - 15. Maí - Ráðstefnusal Þórshallar, Reykjavík DNA-gagnagrunnur við rannsóknir sakamála 

2000 - 18. Mars - Hótel Borgarnes  Sjálfsvíg ungs fólks, FBI-rannsóknir og alþjóðalögregla 

2001 - 13. Október - Hótel Keflavík Íslensk morðmál og Criminal Geographic Profililing 

2002 - 5. Október - Hótel Selfoss Réttarmeinafræði - Réttarlæknisfræði 

2003 - 11. Október - Munaðarnes Snjóflóð og áfallaaðstoð  

2005 - 29.október - Höfðabrekka í Mýrdal Lögreglurannsóknir í nútíð og framtíð.

Á undanförnum árum hefur lögreglan í meira mæli en áður þurft að mæta auknum kröfum í réttarvörslunni.  Sér í lagi þar sem er krafist meri sérhæfni í vettvangs- og framhaldsrannsóknum brot.  Þá reynir oft á hæfni og á samvinnu manna í millum í þeim efnum og í því liggur mannauðurinn.  Því er nauðsynlegt að við hverjar breytingar er verða að starfshögum lögreglumanna, að farið sé með gát.  Þetta mat mitt byggi ég á reynslu minni sem lögreglumaður í 30 ár og einnig sem félagskjörinn trúnaðarmaður lögreglumanna, svo og öryggistúnðarmaður allra starfsmanna við embætti Sýslumannsins í Kópavogi.  Þá er ég formaður “Trúnaðarmannanefndar Landssambands lögreglumanna” og sem slíkur hef ég farið í u.þ.b. 10 fyrirlestraferðir á milli lögregluembætta og hvatt til starfsmannakosninga í öryggisnefndir, til að bæta boðleiðir milli starfsmanna lögreglu og stjórnenda.  Þá hef ég einnig hlotið töluverða reynslu í samskiptum mínum við fólk, sem leikstjóri og kennari í leiklist hjá 26 leikhópum víðsvegar um landið, bæði hjá áhuga og atvinnuleikhúsum. Ég hef einnig reynslu af samskiptum við fólk nær á öllum aldri og úr öllum stéttum, sem formaður Hmraborgarráðsins frá 1993 – 1999.  Það er með því fjölmennasta húsfélag landsins, er telur 226 húseigendur í Hamraborg 14-38, þar sem húseigegndur komu sér sman um að gera viðhaldsbreytingar á bifreiðgeymslunum fyrir allt að 115 milljónum króna.  Mér tókst að ná skynsamlegri samstöðu með ólíkum húseigendum um þessar framkvæmdir, eins og lög kváðu um, og var gætt ýtrustu varfærni að tryggja lagalegan andmælarétt hvers húseigenda fyrir sig, áður en ákvörðun var tekin um framkvæmdirnar.   

Undirritaður er með eftirfarandi vegtyllur:

  • Formaður FÍR
  • Öryggistrúnaðarmaður strafsmanna Sýslumannsins í Kópavogi
  • Formaður trúnaðarmannanefndar Landssambands lögreglumanna
  • Formaður Heilaheilla
  • Varaformður Hollvinasamtaka Grensásdeildar
  • Gjaldkeri í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfsbjargar
  • Situr í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi
    • Valnefnd Grímunnar (Akademíunnar)

Hefur sinnt störfum sem öryggistrúnaðarmaður starfsmanna Sýslumannsins í Kópavogi og formaður Trúnaðarmannanefndar Landssambands lögreglumanna frá árinu 2000, varaformaður Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna frá 2003 og formaður frá 2005. 

Þórir Steingrímsson | thorir@thorir.is