Ég á Facebook | Hafa samband | Veftré | Mín eldri síða
 
14.01.2007 - Breyttur "lögreglukúltur"

Það fór ekki á milli mála, að á fundi FÍR [Félags íslenskra rannsóknarlgreglumanna] dags.12.01.2007 á Grettisgötunni skiptust menn á skoðunum um stöðu mála hjá hinu nýja embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.  Stefán Eiríksson, var sérstakur gestur fundarins, og svaraði hann greiðlega úr fyrirspurnum er bárust.  Ásamt honum komu þeir úr yfirstjórn embættisins, Jón H.B.Snorrason, aðstoðarlögeglustjóri og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknedilda hjá embættinu.  Svo var Páll Winkwl, framkvæmdstjór landssamband lögreglumanna var einnig á fundinum. Það fór heldur ekki framhjá mönnum að yfirstjórnin kom fram með breyttu yfirbragði og gerðu menn góðan róm að, - því þessu viðmóti áttu menn ekki að venjast.  Er greinilega verið að breyta um "lögreglumenningu" og horfa menn nú bjartari augum á framtíðina og eru ákveðnir að hlúa að framtíð embættisins, en stjórnvöld verða að taka við sér og leggja við hlustir er varðar húsnæðismál þessa unga embættis.  Alllur sá mannauður sem starfslið embættisins hefur nú á að skipa, gæti horfið einhvern daginn, ef ekki er búið sómasamlega að þeim í húsnæðismálum. 

Á myndinni eru Páll Winkel, framkvæmdastjór Landssambands lögreglumanna, Sgtefán Eiríksson, lögreglustjóri go Þórir Steingrímsson, formaður FÍR.

Sjá fleiri myndir


Þórir Steingrímsson | thorir@thorir.is