Ég á Facebook | Hafa samband | Veftré | Mín eldri síða
 
26.11.2019 - Í Portó

Það er ekki amalegt að hitta á listrænt afrek landans á fjarlægri grund við strendur Atlantshafsins, í Porto, Portúgal 2019.  “Okkar framtíð er núna!”  Þegar við vorum staddir á ráðstefnu í þessu ágæta landi, skoðuðum okkur um, þá römbuðum við inn á þekkt listasafn, sem tileinkaði Ólafi Elíassyni, - ekki bara safnið sjálft, heldur nærumhverfi þess með eftirtektarverðum hætti.  Menningarstofnunin Serralves í Portó í Portúgal er meðal þeirra merkustu í heimi, þar er að finna listasafn sem er í hópi 100 mest sóttu safna í heimi. Safnhúsið er teiknað af Álvaro Siza Vieira og þangað koma nærri ein milljón gesta á ári.  Nú sýnir Ólafur Elíasson í húsinu og garðinum (frá júní 2019 til júní 2020). Sýninguna kallar hann á ensku: Y/OUR FUTURE IS NOW. Var eftirminnilegt að ganga um sýninguna.

 

 

Þórir Steingrímsson | thorir@thorir.is