Ég á Facebook | Hafa samband | Veftré | Mín eldri síða
 
01.05.2017 - Sósíalistaflokkurinn er kominn, - loksins!

Hin algildu sannindi sósíalismans birtust í orðum Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR í viðtali á Morgunblaðsvefnum 7. aprí s.l., er hann sagði:

Við verðum aldrei sterk­ari, sem heild, en okk­ar veik­ustu bræður og syst­ur.

Og svo taldi hann upp:

  1. Ég óska þess heit­ast að við byggj­um upp sam­fé­lag á þess­um gild­um. Og lát­um okk­ur mál­in varða þótt það snerti okk­ur ekki beint þann dag­inn eða þá vik­una.
  2. Lífs­kjör okk­ar og staða get­ur breyst á svip­stundu. Hver á að taka upp hansk­ann fyr­ir okk­ur ef við lát­um ekki vel­ferð ná­ung­ans okk­ur varða.
  3. Við eig­um að standa sam­an sem ein heild í að bæta kjör allra þjóðfé­lags­hópa í stað þess að nöldra yfir því ef ein­hver fær meira.
  4. Að hygla rík­asta minni­hlut­an­um á kostnað heild­ar­inn­ar er jafn­mik­ill val­kost­ur og að gera það ekki.

Ragnar hélt ræðu á Austurvelli kl.14:15 1. maí um gildi þessara orða og fyrstu baráttumál Sósíalistaflokks Íslands, sem stofnaður var í Tjarnarbíó rétt á eftir, eru þessi:

1. Mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn, hvort sem þeir eru launamenn, atvinnulausir, lífeyrisþegar, námsmenn eða heimavinnandi.

2. Aðgengi að öruggu og ódýru húsnæði.

3. Aðgengi að gjaldfrjálsu heilbrigðiskerfi, að gjaldfrjálsri menntun á öllum skólastigum og að gjaldfrjálsu velferðarkerfi sem mætir ólíkum þörfum fólksins í landinu.

4. Stytting vinnuvikunnar, til að bæta lífsgæði fólksins í landinu og auðvelda því að gerast virkir þátttakendur í mótun samfélagsins.

5. Enduruppbygging skattheimtunnar með það fyrir augum að auðstéttin greiði eðlilegan skerf til samneyslunnar en álögum sé létt af öðrum.

 


Þórir Steingrímsson | thorir@thorir.is