Ég á Facebook | Hafa samband | Veftré | Mín eldri síða
 
28.07.2016 - Að láta gott af sér leiða!

Eftir að hafa velt vöngum yfir því í dálítinn tíma að koma á laggirnar snjallsímaforriti (appi) er gæti komið þeim vel er kenna sér slags!  Það varð að veruleikar í dag, er mikill áfangi.  Þau Lilja Stefánsdóttir, húsmóðir; RAX (Ragnar Guðni Axelsson) ljósmyndari voru með mér í viðtalsþætti hjá Sirrý á Hringbrautinni 27. júlí 2016.  Fylgdum við úr hlaði nýja heila-appinu, öryggistæki fyrir þá er kenna sér slags, beintengt við Neyðarlínuna 112.  Þessu appi er ætlað ókeypis í alla snjallsíma og getur hver sem er sótt það í gegn um sína veitu, í APPLESTORE, GOOGLEPLAY o.s.frv..  Hver notandi getur opnað sína veitu,ýtt á stækkunarglerið, slegið inn "Heilaheill" og þá birtist appið.  Þá birtist gluggi þar sem er óskað eftir kennitölu og síðan birtist orðið SLAG.  Undir hverjum staf er lýsing á fyrstu einkennum slags og getur hver og einn fræðst um einkennin.  Þegar notandinn er fullviss um að hann, eða honum nákominn, sé að fá slag sendist kennitalan sjálfvirkt í SMS (textaboðum) í Neyðarlínuna 112.  Þá sér starfsmaður Neyðarmóttökunnar hver sendir og vegna hvers!  Hafi notandinn ekki burði að tala eða gera grein fyrir hvar hann er, þá getur Neyðarlínan sett í gang leitun að snjallsímanum með nokkurri nákvæmni og leiðbeint bráðaliðum.  Þetta eykur á öryggi hvers og eins er býr yfir þessari tækni.  Eru allir hvattir til að nýta sér þetta og deila því með öðrum!


       


Þórir Steingrímsson | thorir@thorir.is