Ég á Facebook | Hafa samband | Veftré | Mín eldri síða
 
07.03.2009 - Baráttan er byrjuð!

Það hefur alltaf loðað við okkur í VG, að við höfum komið vel út í skoðanakönnunum, en ekki eins vel í kosningum.  Það hefur alltaf verið á valdi íhaldsaflanna og frjálshyggjukapítalistana að vekja sektartilfinningu hjá þjóðinni að hún beri einhverja ábyrgð á þessu efnahagshruni.  Það er mín skoðun að það sé lífnauðsynlegt að þessi vinstristjórn, sem er nú við völd, haldi áfram stjórnarsamstarfinu og skúri eftir frjálshyggjuvöldin.  Það má segja að það sé svolítill váboði, að hafa svona mikið fylgi í skoðanakönnunum, en þá er ekkert annað en að setja í herðarnar og láta kné fylgja kviði!    


Þórir Steingrímsson | thorir@thorir.is